Home Um fyrirtækið
English (United Kingdom)Icelandic (IS)

Um fyrirtækið

picture-7Vélsmiðjan Sveinn hefur frá upphafi sérhæft sig í rennismíði. Að framleiða og gera við vélarhluti og til þess hefur smiðjan yfir að ráða þremur mismunandi rennibekkjum, beygjuvélar og fleira. Fyrir nokkrum árum var fjárfest í búnaði til stálherslu og er það eitt af fáum fyrirtækjum á landinu sem býður upp á slíka þjónustu. Hersla hentar vel fyrir hluti sem þyrfa styrkingu, eins og öxlar, tannhjól, hnífar og aðrir hlutir sem þurfa að þola mikið álag. Vélsmiðjan tekur þó ekki við hlutum frá öðrum framleiðendum til herslu, en getur boðið upp á alla helstu sérsmiði úr hertu stáli.
Í gegnum árin hefur fjöldi viðskiptavina smiðjunnar aukist jafnt og þétt. Virgin sameinaðist smiðjunni fyrir fáeinum árum og breyttist þá fyrirtækið úr því að vera stjórnað af einum manni, Haraldi V. Harldssyni, sem hafði á tólf árum gert það að því sem það er í dag.

Hugmyndin á bak við sameiningu Vélsmiðjunnar Sveins og Virgin var aðallega að auka þjónustusvið fyrirtækjanna og mynda öflugra félag sem gæti gefið viðskiptavinum sínum enn betri og hraðari þjónustu.
Á meðal þess sem fyrirtækið býður upp á er viðhald á framleiðsluvélum hvort sem um er að ræða á staðnum eða hluturinn sé tekinn inn á verkstæði til viðgerðar. Alltaf er leitast við að klára verkið hratt og vel til að framleiðsla stöðvist sem minnst. Vélsmiðjan Sveinn hefur föst verkefni víðar en á Íslandi, en sem dæmi má nefna að starfsmenn þess þurfa reglulega að fara í verkefni til Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

picture-8

Stálherslan er bannsvæði.

Skiltið fræga

picture-3